Innlent

Skrið að komast á umferð í Kömbum

Svona leit umferðin út við Kambana rétt upp úr níu.
Svona leit umferðin út við Kambana rétt upp úr níu. Mynd/ Aðsend mynd-Guðrún

Nokkurt skrið er komið á umferð í Kömbunum en bíll við bíl var þar fyrr í kvöld. Mikill straumur ferðamanna lagði leið sína austur fyrir fjall og skapaðist öngþveiti í Kömbunum.

Upp úr níu fór hinsvegar að komast meira skrið á umferð en þegar verst lét voru bílarnir nánast stopp í Kömbunum.

Margir hafa lagt leið sína út úr bænum um helgina en að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur umferðin gengið vel þrátt fyrir mikinn fjölda bíla á ferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×