Erlent

Ökumönnum mótorhjóla bannað að hafa með sér farþega

Frá Guatemala en yfirvöld hafa bannað ökumönnum mótorhjóla að hafa með sér farþega.
Frá Guatemala en yfirvöld hafa bannað ökumönnum mótorhjóla að hafa með sér farþega.
Yfirvöld í Guatemala hafa bannað ökumönnum mótorhjóla að hafa með sér farþega. Mótorhjól eru eitt helsta verkfæri glæpagengja í landinu.

Illskeytt glæpagengi vaða uppi í Miðameríkuríkinu Guatemala. Þau ræna ökumenn á fjölförnum götum og vegum og myrða strætisvagnabílstjóra sem neita að borga þeim verndargjald.

Mótorhjól eru helsti farkostur þessara glæpagengja. Þá keyrir einn glæponinn og annar situr aftaná vopnaður sjálfvirkri skammbyssu.

Mikið umferðaröngþveiti er í borgum landsins og hávaði mikill. Það er því oft svo að enginn tekur einu sinni eftir því að verið er að ræna ökumenn á miðri götu.

Eða þá verið er að myrða einhvern. Svo eru mótorhjólin spretthörð og lipur og auðveldara að komast undan á þeim heldur en bíl.

Því hefur nú verið bannað að hafa farþega á mótorhjólum. Það kemur auðvitað illa við alsaklausan almenning sem notar mikið allskonar skellinöðrur og mótorhjól til þess að komast á milli staða.

Oft má sjá heilu fjölskyldurnar á lítilli skellinöðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×