Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug 27. október 2009 17:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. Sveinn Andri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að konan sé í miklu áfall og ekki verði við það unað hvaða meðferð hún fékk. Að hans sögn ruddust 30 lögreglumenn í skotheldum vestum inn á heimili hjónanna og tvö börn hafi fylgst með. Hann óskaði eftir opinberlegi afsökunarbeiðni vegna þessa. Í yfirlýsingu frá Sigríði segir að í aðgerðum sínum hefur lögreglan að leiðarljósi að ganga ekki harðar fram en þörf sé á við framkvæmd starfa sinna og gæti þess sérstaklega þegar börn eiga í hlut á vettvangi. Í umræddu tilviki hafi fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn farið að húsi hjónanna og hitt eiginuna fyrir utan húsið ásamt tveimur börnum hennar. „Lögreglan kynnti konunni fyrirhugaðar aðgerðir. Konan fékk að hringja í móður sína og síðan í vinkonu sína sem hún bað um að sækja börnin. Eldra barnið, telpa, fór á brott með vinkonu sinni og var það með vitund og vilja móðurinnar," segir lögreglustjórinn. Þá segir Sigríður að eiginmaður konunnar hafi komið heim og verið mjög æstur og dónalegur við lögreglumenn og sýnt þá hegðun að syni sínum ásjáandi. „Maðurinn var síðan handtekinn í húsinu vegna hegðunar sinnar og færður í handjárn. Hvorugt barnið varð vitni að þeirri aðgerð né þegar maðurinn var fluttur á brott af heimilinu af tveimur einkennisklæddum lögreglumönnum." Því næst hafi kona komið á vettvang og tekið drenginn á brott með sér að ósk móðurinnar. Í framhaldinu hafi húsleit vverið gerð á heimilinu að konunni og lögmanni viðstöddum. Alls tóku 13 óeinkennisklæddir lögreglumenn þátt í aðgerðinni auk tveggja einkennisklæddra sem færðu hinn handtekna á brott. Þessir lögreglumenn voru ekki allir á vettvangi á sama tíma, að sögn Sigríðar. „Meðan á aðgerðinni stóð var konan ósamvinnuþýð og neitaði að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Ákveðið var að handtaka hana og færa til yfirheyrslu," segir lögreglustjórinn. „Engri valdbeitingu var beitt við handtöku konunnar og var hún færð í fangageymslu eftir að húsleit lauk en aðgerðin stóð í um 4 klukkustundir." „Með hliðsjón af framangreindu er atvikaalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, alfarið hafnað," segir að lokum í yfirlýsingu Sigríðar. Tengdar fréttir Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. Sveinn Andri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að konan sé í miklu áfall og ekki verði við það unað hvaða meðferð hún fékk. Að hans sögn ruddust 30 lögreglumenn í skotheldum vestum inn á heimili hjónanna og tvö börn hafi fylgst með. Hann óskaði eftir opinberlegi afsökunarbeiðni vegna þessa. Í yfirlýsingu frá Sigríði segir að í aðgerðum sínum hefur lögreglan að leiðarljósi að ganga ekki harðar fram en þörf sé á við framkvæmd starfa sinna og gæti þess sérstaklega þegar börn eiga í hlut á vettvangi. Í umræddu tilviki hafi fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn farið að húsi hjónanna og hitt eiginuna fyrir utan húsið ásamt tveimur börnum hennar. „Lögreglan kynnti konunni fyrirhugaðar aðgerðir. Konan fékk að hringja í móður sína og síðan í vinkonu sína sem hún bað um að sækja börnin. Eldra barnið, telpa, fór á brott með vinkonu sinni og var það með vitund og vilja móðurinnar," segir lögreglustjórinn. Þá segir Sigríður að eiginmaður konunnar hafi komið heim og verið mjög æstur og dónalegur við lögreglumenn og sýnt þá hegðun að syni sínum ásjáandi. „Maðurinn var síðan handtekinn í húsinu vegna hegðunar sinnar og færður í handjárn. Hvorugt barnið varð vitni að þeirri aðgerð né þegar maðurinn var fluttur á brott af heimilinu af tveimur einkennisklæddum lögreglumönnum." Því næst hafi kona komið á vettvang og tekið drenginn á brott með sér að ósk móðurinnar. Í framhaldinu hafi húsleit vverið gerð á heimilinu að konunni og lögmanni viðstöddum. Alls tóku 13 óeinkennisklæddir lögreglumenn þátt í aðgerðinni auk tveggja einkennisklæddra sem færðu hinn handtekna á brott. Þessir lögreglumenn voru ekki allir á vettvangi á sama tíma, að sögn Sigríðar. „Meðan á aðgerðinni stóð var konan ósamvinnuþýð og neitaði að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Ákveðið var að handtaka hana og færa til yfirheyrslu," segir lögreglustjórinn. „Engri valdbeitingu var beitt við handtöku konunnar og var hún færð í fangageymslu eftir að húsleit lauk en aðgerðin stóð í um 4 klukkustundir." „Með hliðsjón af framangreindu er atvikaalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, alfarið hafnað," segir að lokum í yfirlýsingu Sigríðar.
Tengdar fréttir Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04