Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að lausn náist á atvinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2009 16:47 Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir frumvarpinu í morgun. Mynd/ Vilhelm. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist eiga von á því að hægt verði að finna lausn á stöðunni sem upp er komin á atvinnumarkaði. Úrslitatilraun hefur staðið yfir í dag til að bjarga stöðugleikasáttmálanum, en sáttmálinn rennur út á miðnætti. Þreifingar hafa verið á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda í dag. Stjórn Samtaka atvinnulífsins fundaði um málið í hádeginu og var þungt hljóð í mönnum að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA. Vilhjálmur segir að það sem helst þurfi að ná niðurstöðu í séu skattmál, atvinnuleysistryggingar, stórar fjárfestingar í atvinnulífi og sjávarútvegsmálin. „Þetta er nú svona það sem hefur staðið út af svona í restina," segir Vilhjálmur. Með sjávarútvegsmálum á hann við þær umræður sem hafa verið í gangi um innköllun aflaheimilda. Steingrímur segir að stjórnvöld hafi reynt að teygja sig mjög langt til að að ná áframhaldandi samkomulagi. „Við erum að reyna og höfum reynt að teygja okkur langt. En að lokum er þetta í þeirra höndum hvað varðar kjaraþáttinn. Það verður að vera þeirra ákvörðun," segir Steingrímur. Hann segir að ríkisstjórnin sé hins vegar tilbúin til að teygja sig eins langt og þau geti hvað varði aðkomu ríkisstjórnarinnar að stöðugleikasáttmálanum og í gær hafi komið yfirlýsing sem hafi ríkt sátt um. Steingrímur segist ekki vilja tjá sig um einstakar kröfur sem Samtök atvinnulífsins setji fram. „Ég ætla nú ekkert út í einstök efnisatriði á meðan málið er á þessu stigi. Ég held að það hafi ekkert upp á sig. Við erum tilbúin að leggja allt það af mörkum sem við getum til að eiga áfram gott samstarf við þessa aðila en það er ekki hægt að kúvenda í grundvallarstefnumálum, bara sísona undir þrýstingi í þessum aðstæðum. Því eru takmörk sett hvað menn geta verið að fara langt í einhverju svoleiðis löguðu. Það þarf þá að fá pólitískt umboð til sliks," segir Steingrímur. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist eiga von á því að hægt verði að finna lausn á stöðunni sem upp er komin á atvinnumarkaði. Úrslitatilraun hefur staðið yfir í dag til að bjarga stöðugleikasáttmálanum, en sáttmálinn rennur út á miðnætti. Þreifingar hafa verið á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda í dag. Stjórn Samtaka atvinnulífsins fundaði um málið í hádeginu og var þungt hljóð í mönnum að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA. Vilhjálmur segir að það sem helst þurfi að ná niðurstöðu í séu skattmál, atvinnuleysistryggingar, stórar fjárfestingar í atvinnulífi og sjávarútvegsmálin. „Þetta er nú svona það sem hefur staðið út af svona í restina," segir Vilhjálmur. Með sjávarútvegsmálum á hann við þær umræður sem hafa verið í gangi um innköllun aflaheimilda. Steingrímur segir að stjórnvöld hafi reynt að teygja sig mjög langt til að að ná áframhaldandi samkomulagi. „Við erum að reyna og höfum reynt að teygja okkur langt. En að lokum er þetta í þeirra höndum hvað varðar kjaraþáttinn. Það verður að vera þeirra ákvörðun," segir Steingrímur. Hann segir að ríkisstjórnin sé hins vegar tilbúin til að teygja sig eins langt og þau geti hvað varði aðkomu ríkisstjórnarinnar að stöðugleikasáttmálanum og í gær hafi komið yfirlýsing sem hafi ríkt sátt um. Steingrímur segist ekki vilja tjá sig um einstakar kröfur sem Samtök atvinnulífsins setji fram. „Ég ætla nú ekkert út í einstök efnisatriði á meðan málið er á þessu stigi. Ég held að það hafi ekkert upp á sig. Við erum tilbúin að leggja allt það af mörkum sem við getum til að eiga áfram gott samstarf við þessa aðila en það er ekki hægt að kúvenda í grundvallarstefnumálum, bara sísona undir þrýstingi í þessum aðstæðum. Því eru takmörk sett hvað menn geta verið að fara langt í einhverju svoleiðis löguðu. Það þarf þá að fá pólitískt umboð til sliks," segir Steingrímur.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira