Innlent

Ekki ákvörðun fjármálaráðherra heldur þjóðarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Mynd/Anton Brink
Það er íslensku þjóðarinnar en ekki fjármálaráðherra að ákveða hvort að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, aðspurð á þingi Norðurlandaráðs í dag, að fram kom í seinnikvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Í frétt Rúv kom fram að það hafi vakið undrun finnsks þingmanns að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefði á fundi efnahagsnefndar Norðurlandaráðs lýst því yfir að Íslendingar vilji ekki ganga í Evrópusambandið fyrir aðildarumsókn.

Jóhanna var spurð út í málið í fyrirspurnartíma á þinginu og svaraði: „Það er aðvitað íslensku þjóðarinnar að ákveða það en ekki fjármálaráðherra Íslands."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×