Erlent

Samdráttur í skemmtisiglingum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Rekstraraðilar skemmtiferðaskipa gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að lokka til sín viðskiptavini fyrir vertíðina sem nú er um það bil að hefjast. Heimturnar eru þó mun dræmari en í meðalári og tilboð af ýmsum gerðum eru farin að líta dagsins ljós. Sumar ferðaskrifstofur bjóða siglingu með tveir fyrir einn tilboði, þar sem aðeins er greitt fyrir annan aðilann af tveimur, og ýmiss konar fjölskyldutilboð eru einnig algeng. Allt er gert til að fylla skipin þótt tekjurnar verði án efa rýrar í ár vegna allra gylliboðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×