Snýr sér að umhverfisvernd 2. apríl 2009 04:00 Breiðir út umhverfisvænan boðskap á nýjustu plötu sinni, Fork in the Road, sem kemur út á þriðjudaginn. nordicphotos/getty Nýjasta sólóplata gömlu kempunnar Neils Young, Fork in the Road, kemur út á þriðjudaginn. Umhverfisvænir bílar eru umfjöllunarefnið, en það hefur verið Young hugleikið í langan tíma. Hinum 63 ára Neil Young leiðist ekki að hrista upp í hlutunum og koma sínum hugðarefnum á framfæri við almenning. Skemmst er að minnast plötunnar Living with War þar sem hann gagnrýndi Bandaríkjastjórn harkalega fyrir Íraksstríðið. Nú þegar sú stjórn er farin frá völdum og nýr forseti hefur lofað að draga megnið af herliði Bandaríkjanna úr landinu beinir Young sjónum sínum að umhverfisvernd, sem er ekki síður mikilvægt málefni. Stríðsgagnrýnin er þó síður en svo úr sögunni, eins og textinn í titillagi plötunnar ber vott um: „Forgot this year to salute the troops. They"re all still there in a fucking war“. Fork in the Road er samt fyrst og fremst þemaplata sem er byggð á Lincvolt-verkefninu sem er samstarfsverkefni söngvarans og Jonathans Goodwin, sérfræðings á sviði lífræns eldneytis. Snýst það um að búa til umhverfisvænan orkugjafa fyrir bíla og notuðu þeir Lincoln Continental-bíl Young frá árinu 1959 í tilrauninni og nefndu hann Lincvolt. Nú er bíllinn tilbúinn til notkunar og hefur Young sett stefnuna á að aka honum þvert yfir Bandaríkin án þess að nota bensín. Bílnum verður svo lagt fyrir framan þinghúsið í Washington þar sem Young mun krefjast nýrra lausna hjá stjórnvöldum við að draga úr bifreiðamengun. Heimildarmynd um ferðalagið verður jafnframt tekin upp. Young ætlar að með þessu að sýna það og sanna að hann er tilbúinn að láta verkin tala. Textinn í laginu Singing a Song segir allt sem segja þarf: „Just singing a song won"t change the world“. Sem sagt, ekki er nóg að kvarta bara og kveina í einhverju lagi, heldur verða menn að fylgja því enn frekar eftir vilji menn virkilega knýja fram breytingar. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Nýjasta sólóplata gömlu kempunnar Neils Young, Fork in the Road, kemur út á þriðjudaginn. Umhverfisvænir bílar eru umfjöllunarefnið, en það hefur verið Young hugleikið í langan tíma. Hinum 63 ára Neil Young leiðist ekki að hrista upp í hlutunum og koma sínum hugðarefnum á framfæri við almenning. Skemmst er að minnast plötunnar Living with War þar sem hann gagnrýndi Bandaríkjastjórn harkalega fyrir Íraksstríðið. Nú þegar sú stjórn er farin frá völdum og nýr forseti hefur lofað að draga megnið af herliði Bandaríkjanna úr landinu beinir Young sjónum sínum að umhverfisvernd, sem er ekki síður mikilvægt málefni. Stríðsgagnrýnin er þó síður en svo úr sögunni, eins og textinn í titillagi plötunnar ber vott um: „Forgot this year to salute the troops. They"re all still there in a fucking war“. Fork in the Road er samt fyrst og fremst þemaplata sem er byggð á Lincvolt-verkefninu sem er samstarfsverkefni söngvarans og Jonathans Goodwin, sérfræðings á sviði lífræns eldneytis. Snýst það um að búa til umhverfisvænan orkugjafa fyrir bíla og notuðu þeir Lincoln Continental-bíl Young frá árinu 1959 í tilrauninni og nefndu hann Lincvolt. Nú er bíllinn tilbúinn til notkunar og hefur Young sett stefnuna á að aka honum þvert yfir Bandaríkin án þess að nota bensín. Bílnum verður svo lagt fyrir framan þinghúsið í Washington þar sem Young mun krefjast nýrra lausna hjá stjórnvöldum við að draga úr bifreiðamengun. Heimildarmynd um ferðalagið verður jafnframt tekin upp. Young ætlar að með þessu að sýna það og sanna að hann er tilbúinn að láta verkin tala. Textinn í laginu Singing a Song segir allt sem segja þarf: „Just singing a song won"t change the world“. Sem sagt, ekki er nóg að kvarta bara og kveina í einhverju lagi, heldur verða menn að fylgja því enn frekar eftir vilji menn virkilega knýja fram breytingar. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira