Erlent

Þúsundir deyja á sjó ár hvert

Margir deyja ár hvert vegna lélegs skipakosts.fréttablaðið/ap
Margir deyja ár hvert vegna lélegs skipakosts.fréttablaðið/ap

Þúsundir sjómanna farast á hverju ári vegna mannlegra mistaka, vanhæfni skipstjórnenda og lélegs skipakosts. Áætlað er að 24 þúsund farist á hverju ári af þeim fimmtán milljónum sem sækja sjó sér til lífsviðurværis.

Þetta er niðurstaða Matvæla­stofnunar SÞ, sem segir sjómennsku vera hættulegasta starf í heimi ef dauðsföll eru höfð sem viðmið. Árið 2003 áætluðu SÞ að tvær milljónir manna farist árlega í vinnuslysum. Um 80 prósent þeirra dauðsfalla eru rakin til mannlegra mistaka og vanrækslu. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×