Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Gytis Kepalas, var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag fyrir líkamsárás og rán þann 5. október síðastliðinn. Kepalas réðst að 69 ára gömlum manni í húsasundi gegnt Laugavegi 49 í Reykjavík ásamt öðrum manni, sló hann nokkrum sinnum í andlitið þannig að hann féll í jörðina og tók af honum seðlaveski með 100 þúsund krónum og farsíma. Maðurinn særðist í andliti og á brjóstkassa. Hinn dæmdi var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþolanum 764 þúsund krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×