Erlent

Íbúðaverð hríðfellur á Manhattan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Verð íbúða á Manhattan í New York hefur fallið um allt að 16 prósent á fyrsta fjórðungi ársins, að sögn fasteignasala í borginni. Fram að þessu hefur verð fasteigna í þessum hluta borgarinnar verið hátt en á því hefur orðið mikil breyting með auknu atvinnuleysi og stöðugri lækkun hlutabréfa á Wall Street. Atvinnuleysi í New York-borg mælist nú 8,1 prósent og hefur ekki verið meira síðan haustið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×