Höfum fengið 10% af þeim lánum sem við þurfum Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2009 12:02 Íslendingar hafa fengið einn tíunda af þeim erlendu lánum sem þörf er talin á til uppbyggingar efnahagslífsins, þegar fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lán frá Pólverjum nú í hádeginu. Hann mun einnig funda með fjármálaráðherra Rússa nú seinnipartinn um lán frá þeim. Efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir ráð fyrir að Íslendingar fái um tíu milljarða dollara, eða um 1.200 milljarða króna að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vinveittum ríkjum, til að efla gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar og styrkja gengi íslensku krónunnar við uppbyggingu efnahagslífsins. Þetta er risavaxin fjárhæð og svarar til tæplega eins árs landsframleiðslu Íslands. En að Icesave skuldbindingunum frátöldum, sem eru án þess að eignir gamla Landsbankans séu teknar með í reikninginn um 750 milljarðar, eru heildarskuldir ríkissjóðs taldar vera 1.700 milljarðar og hafa aldrei verið meiri í sögu lýðveldisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar greitt út fyrsta hluta láns síns til Íslendinga, eða um 850 milljónir dollara, sem á gengi dagsins leggur sig á um 106 milljarða króna. Önnur greiðslan átti að koma í febrúar síðast liðnum að lokinni endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands, en sú greiðsla hefur enn ekki borist, jafnvel þótt íslensk stjórnvöld telji sig hafa uppfyllt öll efnahagsskilyrði áætlunar sjóðsins fyrir þeirri greiðslu. Norðurlandaþjóðirnar sem heitið hafa lánum, tengja þau við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem aftur vill að Íslendingar gangi frá samningum um Icesave áður en hann greiðir út annan hluta lánsins. Stórar lánagreiðslur stranda því á pattstöðunni sem er í Icesavemálinu. Færeyingar settu engin skilyrði sem þessi fyrir sínu rúmlega sex milljarða láni í nóvember síðast liðnum og Pólverjar hafa heldur ekki sett skilyðri af þessum toga fyrir sinni lánveitingu. Nú í hádeginu skrifar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt fjármálaráðherra Póllands undir 25 milljarða króna lán Pólverja til Íslendinga, eða 200 milljónir dollara. Þá hafa Íslendingar samanlagt fengið rétt rúman milljarð dollara af þeim tíu milljörðum sem talin er þörf á. Steingrímur mun svo væntanlega funda með Dimitri Pankin, einum af fjármálaráðherrum Rússlands, í Istanbúl í dag um allt að 500 milljónir dollara lán frá Rússum. Á morgun eða þriðjudag fundar hann svo með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að þrýsta á þá um að sjóðurinn standi við áætlun sína gagnvart Íslandi. Að auki mun Steingrímur funda með utanríkisráðherrum Hollands og Bretlands í Istanbúl, til að freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu í samningum við þjóðirnar um lúkningu Icesavemálsins með þeim hætti að ríkisstjórnin treysti sér til að leggja þá niðurstöðu fyrir Alþingi. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Íslendingar hafa fengið einn tíunda af þeim erlendu lánum sem þörf er talin á til uppbyggingar efnahagslífsins, þegar fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lán frá Pólverjum nú í hádeginu. Hann mun einnig funda með fjármálaráðherra Rússa nú seinnipartinn um lán frá þeim. Efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir ráð fyrir að Íslendingar fái um tíu milljarða dollara, eða um 1.200 milljarða króna að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vinveittum ríkjum, til að efla gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar og styrkja gengi íslensku krónunnar við uppbyggingu efnahagslífsins. Þetta er risavaxin fjárhæð og svarar til tæplega eins árs landsframleiðslu Íslands. En að Icesave skuldbindingunum frátöldum, sem eru án þess að eignir gamla Landsbankans séu teknar með í reikninginn um 750 milljarðar, eru heildarskuldir ríkissjóðs taldar vera 1.700 milljarðar og hafa aldrei verið meiri í sögu lýðveldisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar greitt út fyrsta hluta láns síns til Íslendinga, eða um 850 milljónir dollara, sem á gengi dagsins leggur sig á um 106 milljarða króna. Önnur greiðslan átti að koma í febrúar síðast liðnum að lokinni endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands, en sú greiðsla hefur enn ekki borist, jafnvel þótt íslensk stjórnvöld telji sig hafa uppfyllt öll efnahagsskilyrði áætlunar sjóðsins fyrir þeirri greiðslu. Norðurlandaþjóðirnar sem heitið hafa lánum, tengja þau við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem aftur vill að Íslendingar gangi frá samningum um Icesave áður en hann greiðir út annan hluta lánsins. Stórar lánagreiðslur stranda því á pattstöðunni sem er í Icesavemálinu. Færeyingar settu engin skilyrði sem þessi fyrir sínu rúmlega sex milljarða láni í nóvember síðast liðnum og Pólverjar hafa heldur ekki sett skilyðri af þessum toga fyrir sinni lánveitingu. Nú í hádeginu skrifar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt fjármálaráðherra Póllands undir 25 milljarða króna lán Pólverja til Íslendinga, eða 200 milljónir dollara. Þá hafa Íslendingar samanlagt fengið rétt rúman milljarð dollara af þeim tíu milljörðum sem talin er þörf á. Steingrímur mun svo væntanlega funda með Dimitri Pankin, einum af fjármálaráðherrum Rússlands, í Istanbúl í dag um allt að 500 milljónir dollara lán frá Rússum. Á morgun eða þriðjudag fundar hann svo með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að þrýsta á þá um að sjóðurinn standi við áætlun sína gagnvart Íslandi. Að auki mun Steingrímur funda með utanríkisráðherrum Hollands og Bretlands í Istanbúl, til að freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu í samningum við þjóðirnar um lúkningu Icesavemálsins með þeim hætti að ríkisstjórnin treysti sér til að leggja þá niðurstöðu fyrir Alþingi.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent