Lífið

Mistök að klippa á Steingrím

Óðinn viðurkennir að mistök hafi verið gerð þegar stjórnarskiptin voru látin víkja fyrir handboltanum og Steingrímur fékk ekki að klára ræðu sína í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.
Óðinn viðurkennir að mistök hafi verið gerð þegar stjórnarskiptin voru látin víkja fyrir handboltanum og Steingrímur fékk ekki að klára ræðu sína í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.
„Það voru augljóslega gerð mistök, sem mér þykir miður og við biðjumst velvirðingar á. Það átti auðvitað ekki að rjúfa miðja ræðu, þótt handboltinn sé góður,“ segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri hjá Ríkissjónvarpinu.

Stjórnarskiptin voru sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu á sunnudaginn. Í miðri ræðu hins nýbakaða ráðherra Steingríms J. Sigfússonar var skyndilega klippt á útsendinguna til að koma úrslitaleik Frakka og Króata á HM í handbolta að. Eins og gefur að skilja voru upplýsingaþyrstir Íslendingar ekki á eitt sáttir við það, enda um stórtíðindi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu.

Óðinn segist bæði hafa fengið kvartanir frá fólki sem ætlaði að fylgjast með framvindu mála í pólitíkinni sem og óþreyjufullum handboltaáhugamönnum sem höfðu þegar misst af byrjun leiksins. Má því segja að Óðinn og starfsfólk hans hafi verið á milli tveggja elda. Hann tekur þó fram að stjórnmálamennirnir hafi verið seinir á vettvang og fyrir vikið hafi útsendingunni seinkað á kostnað handboltans.

Í hálfleik úrslitaleiksins var ræða Steingríms síðan endursýnd til að bæta fyrir mistökin. „Það var farin dálítið úr því stemningin,“ viðurkennir Óðinn. - fb
steingrímur j. sigfússon Steingrímur fékk ekki að klára ræðu sína í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.