Erlent

Demókrati aðstoðar Karzai

Svaladrykkir voru í boði á kosningafundi Karzais í Kabúl í vikunni.fréttablaðið/AP
Svaladrykkir voru í boði á kosningafundi Karzais í Kabúl í vikunni.fréttablaðið/AP

Bandarískur demókrati, fyrrverandi kosninga-ráðgjafi Bills Clinton, starfar nú með Hamid Karzai, forseta Afganistans, og reynir að tryggja honum sigur í forsetakosningunum, sem haldnar verða í næsta mánuði.

„Þetta eru sennilega mikilvægustu kosningar sem haldnar hafa verið í heiminum um langt skeið,“ segir James Carville, sem segist þó ekki starfa í umboði Bandaríkjastjórnar.

Bandaríkjastjórn hefur ítrekað sagt að hún styðji ekki einn frambjóðendanna frekar en annan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×