Lífið

White með nýja sveit

jack white Rokkarinn knái hefur stofnað sína þriðju hljómsveit. fréttablaðið/valli
jack white Rokkarinn knái hefur stofnað sína þriðju hljómsveit. fréttablaðið/valli

Rokkarinn Jack White úr hljómsveitunum The White Stripes og The Raconteurs, hefur stofnað sína þriðju hljómsveit, The Dead Weather. White hélt fyrir skömmu partí í Nashville þar sem hann tilkynnti um verkefnið og spilaði nýja plötu sem hljómsveitin hefur tekið upp. Hún heitir Horehound og kemur út í júní. Einnig steig hann á svið með sveitinni, sem ætlar í tónleikaferð á árinu.

Auk White eru í The Dead Weather þau Alison Mosshart úr The Kills, Dean Fertita úr Queens of the Stone Age og Jack Lawrence úr The Greenhornes. Bæði Fertita og Lawrence spila einnig með The Raconteurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.