Lífið

Átta stíga á svið í Þýskalandi

Bryndís Jakobsdóttir heldur tónleika í Þýskalandi í maí ásamt Sprengjuhöllinni og Svavari Knúti.fréttablaðið/stefán
Bryndís Jakobsdóttir heldur tónleika í Þýskalandi í maí ásamt Sprengjuhöllinni og Svavari Knúti.fréttablaðið/stefán

Átta íslenskir flytjendur hafa verið valdir til að spila í Þýskalandi í tengslum við tónlistarklúbbinn Norðrið. Lay Low reið á vaðið með vel heppnuðum tónleikum í Admiralspalast í Berlín á þriðjudag fyrir framan 400 manns og spilaði svo í Köln kvöldið eftir.

Auk hennar spila Reykjavík! og Mammút í Þýskalandi í apríl, Dísa, Sprengjuhöllin og Svavar Knútur í maí og For A Minor Reflection og Skakkamanage í júní. Alls verða tónleikarnir fernir til sex hjá hverjum flytjanda. Veittur verður styrkur til þeirra sem nemur allt að 150.000 krónum en aldrei sem nemur meira en 25.000 krónum á hvern þann sem kemur fram í hverju verkefni.

Alls sóttu 38 tónlistarmenn og hljómsveitir um að taka þátt í verkefninu en átta fengu á endanum jákvætt svar. „Þetta voru allt mjög frambærileg og góð verkefni en þetta er það sem var síðan valið af skipuleggjendunum þarna úti og þeim sem vinna að verkefninu úti í Þýskalandi,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón.

„Við ætlum að prufukeyra þetta og endurmeta í júní árangurinn sem við náum. Við ætlum að læra af reynslunni en það eru þegar komnar hugmyndir um framhald,“ segir hún.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.