Innlent

Drep í brjóstum vegna stórreykinga

Ríkið sýknað af drepi í brjóstum vegna stórreykinga.
Ríkið sýknað af drepi í brjóstum vegna stórreykinga.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af skaðabótakröfu konu sem fékk drep og sýkingu í brjóstin eftir að hún gekkst undir brjóstaminnkunaraðgerð.

Konan gekk undir aðgerðina árið 1997.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í ljósi þess að konan var stórreykingakona. Að auki hélt hún áfram reykingum strax eftir aðgerðina og áfram, þrátt fyrir að hún væri komin með bæði drep og sýkingu í brjóstin.

Sjálf hélt hún því fram að rangri aðferð hefði beitt við aðgerðina auk þess sem hún hafi fengið ófullnægjandi upplýsingar fyrir hana. Þá hélt hún því fram að hún hefði fengið ranga eftirmeðferð auk þess sem hún hafi ekki fengið rétta sýklalyfjagjöf eftir á.

Í niðurstöðu dómsins segir að vegna reykinganna hafi hún sjálf átt verulegan þátt í því hvernig fór, en fyrstu merki um að eitthvað væri að, komu fram í minnkuðu blóðflæði, sem fyrst og fremst verður rakið til reykinga.

Málskostnaður upp á 950 þúsund var greiddur úr ríkissjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×