Innlent

Tveir bílar eyðilögðust í hörðum árekstri

Harður árekstur varð á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum við þjóðveg 1 um klukkan 11 í dag. Skullu þar jeppi og fólksbifreið saman vestarlega á brúnni. Betur fór en á horfðist og virtust allir hafa sloppið án alvarlega meiðsla. Bílarnir skemmdust mikið og eru líklega ónýtir.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að vegurinn hafi verið lokaður í um einn og hálfan tíma vegna árekstursins og myndaðist nokkur umferðarteppa á meðan fólkinu var komið til aðstoðar. Mikil ísing og hálka var á brúnni þegar áreksturinn varð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×