Innlent

Hótaði að skera varðstjóra á háls

Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sekt fyrir að valda tjóni á íbúðarhúsi lögregluvarðstjóra í Vestmannaeyjum og hóta að skera hann á háls. Kona var einnig sektuð vegna athæfisins.

Maðurinn kastaði grjóti í hús lögregluvarðstjórans með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Konan hafði hvatt hann til skemmdarverkanna.

Í lögreglubíl skömmu síðar réðst maðurinn með hótunum að varðstjóranum og kvaðst ætla að skera hann á háls. Maðurinn greiðir hundrað þúsund krónur í sekt og konan fjörutíu þúsund.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×