Lífið

Björgólfur Thor pabbi í annað sinn

Björgólfur varð pabbi í annað sinn um síðustu helgi.
Björgólfur varð pabbi í annað sinn um síðustu helgi.

Tveimur dögum áður Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn Straums - Burðaráss eignaðist Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og aðaleigandi bankans, annað barn sitt. Björgólfur og eiginkona hans, Kristín Ólafsdóttir, eiga fyrir soninn Daníel Darra Björgólfsson sem fæddist á því herrans ári 2005. Samkvæmt heimildum fréttastofu heilsast allri fjölskyldunni vel.

Það var á mánudaginn sem tilkynnt var að skilanefnd Fjármálaeftirlitsins hefði tekið yfir stjórn Straums-Burðaráss. Þá lét Björgólfur Thor af starfi stjórnarformanns bankans og William Fall hætti sem forstjóri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.