Innlent

Tapaði í prófkjöri en vill verða formaður

Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson

Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokksins á landsþingi sem haldið verður í Stykkishólmi um helgina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magnúsi sem endaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Magnús hefur m.a starfað sem alþingismaður og þingflokksformaður fyrir flokkinn á síðustu sex árum.

„Með þessu vil ég leggja mitt af mörkum til freista þess að ná flokknum upp úr þeirri graf alvarlegu stöðu sem hann er í nú um stundir. Nú, þegar sex vikur eru til alþingiskosninga mælist fylgi hans ítrekað aldrei lægra í skoðanakönnunum. Nýjasta könnun Gallup sem birt var í morgun mælir það 1,6 prósent. Augljóst er að fari sem horfi nú, þá muni flokkurinn ekki eiga neina von um að ná fólki á þing. Slíkt yrði mikil synd. Frjálslyndi flokkurinn hefur staðið fyrir mörgum góðum málum sem eiga hiklaust erindi við þjóðina."

Það er því ljóst að Magnús mun berjast um formannsstólinn við Guðjón Arnar Kristjánsson núverandi formann flokksins sem einnig er í framboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×