Lífið

Torrini fær þrjá stjörnur í Guardian

Fínir dómar. Emiliana Torrini fær prýðilega dóma hjá Guardian fyrir tónleika sína í Manchester.
Fínir dómar. Emiliana Torrini fær prýðilega dóma hjá Guardian fyrir tónleika sína í Manchester.

Tónleikagagnrýnandi breska blaðsins Guardian gefur tónleikum Emiliönu Torrini sem fram fóru á Ruby Lounge í Manchester ágætis dóma og verðlaunar hana með þremur stjörnum. Blaðamaðurinn Dave Simpson segir í gagnrýni sinni að tónleikarnir hafi verið fullir af andstæðum. Torrini, með þessa englarödd, hafi skreytt tónleikana með groddalegum sögum af lögum sínum. „Þetta var hrein hamingja, að vera innan um kokkt­eila og vonda menn,“ sagði Torrini einu sinni og bað síðan um viskí, rétt áður en hún söng lagið Bleeder af nýjustu plötu sinni, Me and Armini.

Torrini er nú á ferðalagi um Bretlandseyjar og hefur verið þó nokkuð áberandi í bresku pressunni. Eitt athyglisverðasta viðtalið er án nokkurs vafa spurt&svarað-dálkur sem birtist í írska Independent. Þar kemur fram að á fyrstu árum sínum hér á Íslandi hafi henni oft verið boðið í ofsoðið spaghettí með tómatsósu og smá kjöti. Faðir hennar, sem stofnaði veitingastaðinn Ítalíu, hafi þá hringt í umrætt fólk, boðið því heim og kennt því sitthvað í ítalskri matargerð.

Þá ræðir Emiliana einnig um Björk sem hún segist ekkert þekkja og leiðréttir þann leiða misskilning að Björk hafi sungið Gollum song fyrir Hringadróttinssögumynd Peters Jackson. Blaðamaðurinn heldur því nefnilega fram fullum fetum að sú saga lifi góðu lífi á netinu.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.