Íslenski boltinn

Hannes: Heppnir að fara með 0-0 í hálfleik

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Það var legið á okkur í fyrri hálfleiknum og við í raun heppnir að fá ekki á okkur mark," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, eftir markalausa jafnteflið gegn Fylki í kvöld.

„Það vantaði Auðun og við vorum óöruggir varnarlega og ég var ekki að finna mig. Fylkismenn voru bara að gera vel, settu erfiða bolta á okkur og það var í raun og veru „grís" að við komumst með 0-0 í hálfleikinn," sagði Hannes.

„Í seinni hálfleik fannst mér við betra liðið þó það hafi verið nokkuð jafnræði. Það var nóg af stangarskotum og í raun og veru ótrúlegt að leikurinn hafi farið 0-0. Þorvaldur var ekki sáttur í hálfleik enda vorum við ekki að gera það sem talað var um. Það var verið að jarða okkur."

Fram hefur fengið fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Hannes telur það ekki alveg ásættanlegt. „Nei þetta er aðeins of lítið. Ég hefði viljað sjá okkur með sjö stig allavega. Við erum búnir með tvo heimaleiki og þar vill maður alltaf sigur," sagði Hannes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×