Innlent

Brotist inn í Júpíter

Tilkynnt var um eitt innbrot í gærkvöldi í Reykjavík en óprúttnir aðilar höfðu brotist inn í skipið Júpíter sem er í slipp í Reykjavíkurhöfn. Þjófarnir brutu rúðu til þess að komast inn í skipið en óljóst er hverju var stolið. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni. Þó var einn ökumaður tekinn fyrir að aka undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×