Innlent

Segir umhverfisráðherra ekki koma hreint fram

Unnur Brá Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir útspil umhverfisráðherra að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu á milli Hellisheiða og Helguvíkur og annarra tengdra framkvæmda tefja áætlanir um orkuflutning. Með þessu sé umhverfisráðherra að setja álverið í Helguvík í hættu. Líkt og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur málinu verið vísað aftur til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og úrlausna.

„Í raun er hún að setja væntingar suðurnesjamanna til þess að skapa störf á annan endann og þar með auka óvissuna hjá þessu fólki," segir Unnur Brá sem er allt annað en sátt með þessa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umvhverfisráðherra.

„Það er alveg ljóst að ágreiningur ríkisstjórnarflokkanna um hvort það eigi að nota orkuna er það mikill að þeir treysta sér ekki til þess að segja það hreint út. Þess vegna fer umhverfisráðherra bakdyramegin bæði þarna og eins með því að staðfesta ekki aðal skipulag sveitarfélaganna við Þjórsá," segir Unnur.

„Þetta gerir hún í stað þess að segja bara hreint út að hún sé á móti þessum framkvæmdum. Þarna er ekki komið hreint fram."




Tengdar fréttir

Svandís fellir ákvörðun Skipulagsstofnunar úr gildi

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu á milli Hellisheiði og Helguvíkur og öðrum tengdum framkvæmdum. Málinu hefur verið vísað aftur til Skipulagsstofnunar til efnilegrar meðferðar og úrlausnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×