Innlent

Kannast ekki við World Class vændiskonuna

Dísa World Class
Dísa World Class

„Þetta hefur aldrei komið upp og ég kannast ekkert við þetta," segir Dísa Jónsdóttir eigandi World Class en frétt birtist í dag á eyjan.is þar sem greint er frá því að heilsunuddari af erlendu bergi brotnu hafi stundað vændi inn á líkamsræktarstöð World Class. Samkvæmt fréttinni á stúlkan, sem á að vera á tvítugsaldri, að hafa starfað sem heilsunuddari.

Hún hafi þó ekki eingöngu boðið upp á heilsunudd heldu líka kynlíf gegn þóknun. Þetta á að hafa komist upp og var stúlkunni sagt upp samkvæmt frétt Eyjunnar.

Þá er því ennfremur haldið fram að stúlkan hafi ekki látið deigan síga þar því hún hafi haldið áfram að stunda viðskipti sín út frá líkamsræktarstöðinni.

„Það hefur aldrei nokkur manneskja verið rekinn út af svona löguðu," segir Dísa sem var furðu lostin þegar fréttamaður Vísis ræddi við hana. Hún segir að eina tilviki sem hún muni eftir - og geti á nokkurn hátt passa við frásögn Eyjunnar - sé uppsögn stúlku af erlendum uppruna nú í vor. Hún hafi þó ekki falboðið líkama sinn, hún mætti einfaldlega illa og seint í vinnu.

„Það eina sem mér dettur í hug er þetta stelpugrey," segir Dísa. Spurð hvort þetta tilvik gæti á einhvern hátt hafa farið framhjá henni segir hún það ólíklegt.

Spurð hvort upp hafi komið tilvik þar sem vændiskonur mæta í ræktina og finna sér viðskiptavini svarar Dísa: „Ekki heyrt um það. Í það minnsta eru ekki til neinar sannanir fyrir slíku."

Hún segist engar skýringar hafa á frétt Eyjunnar en bætir við að það megi vera að blaðamenn þar gætu svo sem haft óeðlilega góðar heimildir fyrir vændinu. Hún kannist þó ekki við það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×