Innlent

Höfuðstóll niður um fjórðung

beðið eftir afgreiðslu Í kringum þrjátíu þúsund viðskiptavinir Íslandsbanka eru með lán í erlendri mynt. 
fréttablaðið/vilhelm
beðið eftir afgreiðslu Í kringum þrjátíu þúsund viðskiptavinir Íslandsbanka eru með lán í erlendri mynt. fréttablaðið/vilhelm

Íslandsbanki ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum að breyta gengistryggðum húsnæðis­lánum yfir í óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Byrjað verður að taka við umsóknum eftir mánuð.

Við breytinguna er miðað við að færa höfuðstól lánanna þar til septem­ber í fyrra. Gert er ráð fyrir að höfuðstóll þeirra geti lækkað um allt að 25 prósent. Í boði verða tvenns konar kjör fyrstu þrjú árin: 7,5 prósenta breytilegir vextir eða fastir níu prósenta vextir.

Viðskiptavinir geta greitt lán sín upp innan þessara þriggja ára án uppgreiðslugjalds ef um lán á breytilegum kjörum er að ræða eða endur­fjármagnað að þremur árum loknum.

Breytingarnar eru í undirbúningi innan bankans. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki í byrjun nóvem­ber.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, segir þetta einn þeirra valmöguleika sem séu í skoðun innan bankans. „Við höfum verið í góðu sambandi við viðskiptavini okkar. Við höfum hug á því að bjóða upp á þetta samhliða þeim lausnum sem við höfum verið að vinna náið með stjórnvöldum og kynnt verður í þessari viku”. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×