Feitum hefur fjölgað mikið 29. september 2009 06:00 Stefán Hrafn Jónsson Hreyfing og næring skiptir meginmáli fyrir heilsufar fólks. Fréttablaðið/Pjetur Of feitum Íslendingum hefur fjölgað hratt undanfarin sautján ár. Þeir voru um tíu prósent þjóðarinnar árið 1990 en eru um tuttugu prósent í dag. Til að sporna við þessari þróun eru forvarnir besta ráðið og þá er einkar mikilvægt að beina sjónum sínum að börnum og unglingum, segir Stefán Hrafn Jónsson, einn höfunda skýrslunnar Líkamsþyngd og holdafar fullorðinna Íslendinga frá 1990 til 2007, sem kynnt var í gær. Stefán sagði í framsögu sinni erfitt að benda á nákvæmlega hvað skýrði þessa þróun, en ýmsar vísbendingar bentu til þess að fólk borðaði óhollari mat en áður og hreyfði sig minna. Einnig væru matartímar orðnir óreglulegri en áður og mörk matartíma og narts væru óljós. Áfengisneysla hefði aukist og henni fylgdi hömluleysi sem gæti skilað sér í meira áti. Þó að fleiri stunduðu kannski líkamsrækt væru um það ýmsar vísbendingar að fólk hreyfði sig almennt minna, færi allra sinna ferða akandi og hreyfði sig lítið sem ekkert í vinnunni. Stefán sagði mikilvægt að benda á mikilvægi hreyfingar og næringar í umræðu um líkamsþyngd fólks. Líkamsþyngd segði í sjálfu sér ekki mikið um heilsufar. Hins vegar væri ljóst að Íslendingar, eins og grannþjóðirnar, væru að þyngjast og það væri alvarlegt mál enda fylgdu offitu margvíslegir sjúkdómar. Í skýrslunni kemur fram að fólk sem er talsvert yfir kjörþyngd er í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma, sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting og fleira. Stefán sagði að efla þyrfti forvarnir á meðal barna og unglinga. Mikilvægt væri að skólar og heilsugæsla tækju þátt í því verki. Bent er á í skýrslunni að líkur eru talsverðar á því að of feit börn glími við offitu á fullorðinsárum. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði á fundinum forvarnir vera eitt mikilvægasta úrræðið til að bregðast við aukinni offitu á meðal Íslendinga, því yrðu forvarnir rauði þráðurinn á Heilbrigðisþingi sem haldið verður á næsta ári. Með skýrslunni lægi ljóst fyrir hver staðan væri og það væri ákveðin forvörn að vekja athygli á því. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Of feitum Íslendingum hefur fjölgað hratt undanfarin sautján ár. Þeir voru um tíu prósent þjóðarinnar árið 1990 en eru um tuttugu prósent í dag. Til að sporna við þessari þróun eru forvarnir besta ráðið og þá er einkar mikilvægt að beina sjónum sínum að börnum og unglingum, segir Stefán Hrafn Jónsson, einn höfunda skýrslunnar Líkamsþyngd og holdafar fullorðinna Íslendinga frá 1990 til 2007, sem kynnt var í gær. Stefán sagði í framsögu sinni erfitt að benda á nákvæmlega hvað skýrði þessa þróun, en ýmsar vísbendingar bentu til þess að fólk borðaði óhollari mat en áður og hreyfði sig minna. Einnig væru matartímar orðnir óreglulegri en áður og mörk matartíma og narts væru óljós. Áfengisneysla hefði aukist og henni fylgdi hömluleysi sem gæti skilað sér í meira áti. Þó að fleiri stunduðu kannski líkamsrækt væru um það ýmsar vísbendingar að fólk hreyfði sig almennt minna, færi allra sinna ferða akandi og hreyfði sig lítið sem ekkert í vinnunni. Stefán sagði mikilvægt að benda á mikilvægi hreyfingar og næringar í umræðu um líkamsþyngd fólks. Líkamsþyngd segði í sjálfu sér ekki mikið um heilsufar. Hins vegar væri ljóst að Íslendingar, eins og grannþjóðirnar, væru að þyngjast og það væri alvarlegt mál enda fylgdu offitu margvíslegir sjúkdómar. Í skýrslunni kemur fram að fólk sem er talsvert yfir kjörþyngd er í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma, sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting og fleira. Stefán sagði að efla þyrfti forvarnir á meðal barna og unglinga. Mikilvægt væri að skólar og heilsugæsla tækju þátt í því verki. Bent er á í skýrslunni að líkur eru talsverðar á því að of feit börn glími við offitu á fullorðinsárum. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði á fundinum forvarnir vera eitt mikilvægasta úrræðið til að bregðast við aukinni offitu á meðal Íslendinga, því yrðu forvarnir rauði þráðurinn á Heilbrigðisþingi sem haldið verður á næsta ári. Með skýrslunni lægi ljóst fyrir hver staðan væri og það væri ákveðin forvörn að vekja athygli á því. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira