Innlent

Barnaboxari ósakhæfur

Unglingar æfa box. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Unglingar æfa box. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Boxarinn og félagi hans sem gengu í skrokk á samnemanda sínum, eru ósakhæfir sökum aldurs samkvæmt upplýsingum sem fengust frá lögreglunni á Suðurnesjum. Um er að ræða stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku í grunnskólanum á Sandgerði. Það var RÚV sem greindi fyrst frá málinu.

Lögreglan var kvödd á vettvang þegar tilkynning barst um stórfellda líkamsárás í Grunnskólanum í Sandgerði. Þá höfðu tveir fjórtán ára piltar lamið samnemanda sinn verulega illa. Annar þeirra sem tók þátt í árásinni æfir box og hefur náð talsverðum árangri í íþróttinni. Hann var útnefndur sem íþróttamaður ársins í Sandgerði árið 2007 vegna hæfileika sinna í íþróttinni.

Pilturinn sem þeir gengu í skrokk á slasaðist talsvert í árásinni en hann nefbrotnaði auk þess að fá heilahristing. Þá missti hann heyrn á öðru eyra og tönn losnaði.

Málinu hefur verið vísað til félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ en forvarnafulltrúi lögreglunnar og skólayfirvöld koma einnig að lausn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×