Lífið

Coldplay seldi mest

Cris Martin Coldplay seldi 6,8 milljónir eintaka af nýjustu plötu sinni á síðasta ári. Nordicphotos/Getty
Cris Martin Coldplay seldi 6,8 milljónir eintaka af nýjustu plötu sinni á síðasta ári. Nordicphotos/Getty

Nýjasta plata Coldplay „Viva La Vida Or Death And All His Friends“ hefur opinberlega verið útnefnd mest selda plata síðasta árs af Alþjóðlega bandalagi hljómplötuiðnaðarins. Þessi fjórða plata sveitarinnar seldist í 6,8 milljónum eintaka í heiminum öllum.

Næstmest seldi AC/DC af „Black Ice“ og tónlistin úr kvikmyndinni Mamma Mia! varð í þriðja sæti. Mest selda plata allra tíma er ennþá Thriller með Michael Jackson, sem kom út árið 1984. Hún hefur selst í 109 milljónum eintaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.