Innlent

Ekki búið að ákveða laun seðlabankastjóra

Svein Harald Öygard tók til starfa í seðlabankanum á föstudag.
Svein Harald Öygard tók til starfa í seðlabankanum á föstudag. MYND/Af heimasíðu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey.

Laun nýrra yfirstjórnenda hjá Seðlabanka Íslands hafa enn ekki verið ákveðin. Svein Harald Öygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri voru settir í embættin á föstudaginn. Á blaðamannafundi við það tilefni vísaði Svein Harald á forsætisráðuneytið þegar hann var spurður út í launakjör sín.

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir að það verði í höndum bankaráðs Seðlabanka Íslands að ákvarða laun þeirra félaga. Væntanlega verður skipað í nýtt bankaráð í þessari viku og er gert ráð fyrir því að á meðal fyrstu verka ráðsins verði að ákveða laun bankastjóranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×