Innlent

Kraftur hafsins sigraði í ljósmyndasamkeppni Stöðvar 2, Vísis og Iceland Express

Alls bárust 10502 myndir í ljósmyndasamkeppni sem Stöð 2 og Vísir.is efndu til í samstarfi við Iceland Express. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Stöð 2 segir þetta vera gríðarlegan fjölda og að sennilega hafi aldrei verið flóknara fyrir dómnefnd að finna myndir til að setja til atkvæðagreiðslu á Vísi. Eftirtaldar myndir urðu hlutskarpastar í atkvæðagreiðslu lesenda Vísis

1. sæti: Kraftur hafsins
Í fyrsta sæti var Kraftur hafsins sem tekin var af Þórði Halldórssyni í Vestmannaeyjum. Þórður fær að verðlaunum 75 þúsund króna gjafabréf fyrir ferð til einhvers af 18 áfangastöðum Iceland Express.



2. sæti: Krísuvíkurkirkja
Í öðru sæti var Krísurvíkurkirkja sem er tekin af Oddi Þór Þorkelssyni úr Mosfellsbænum. Hann hlýtur í verðlaun 50 þúsund króna gjafabréf fyrir ferð til einhvers af 18 áfangastöðum Iceland Express.



3. sæti: Esja
Í þriðja sæti er svo Esja, sem er tekin af Raymond Hoffmann úr Kópavogi. Raymond fær 25 þúsund króna gjafabréf fyrir ferð til einhvers af 18 áfangastöðum Iceland Express.

Sigurvegari keppninnar verður í viðtali á Stöð 2 á morgun klukkan 18:23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×