Innlent

Vilja nýtt tæki

Merki afhent Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla, afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta og verndara söfnunarinnar, merki samtakanna á Bessastöðum í gær.
Merki afhent Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla, afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta og verndara söfnunarinnar, merki samtakanna á Bessastöðum í gær.
Landssöfnun Hjartaheilla hófst í gær en markmið hennar er að safna fé til styrktar hjartalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Hjartaheill fagna aldarfjórðungsafmæli á árinu og segir í tilkynningu frá samtökunum að nær 300 manns séu á biðlista eftir hjartaþræðingu og hjartaskurðaðgerðum.

Einungis tvö hjartaþræðingar-tæki eru á Landspítalanum og bæði komin til ára sinna. Samtökin vilja leggja sitt af mörkum til að þriðja hjartaþræðingartækið verði tekið í notkun á árinu.

Merkjasala hófst í gær en landssöfnun fer fram á Stöð tvö, í opinni dagskrá, 28. mars næstkomandi. - ve



Fleiri fréttir

Sjá meira


×