Innlent

Tryggja heimilislausum stuðning

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, handsöluðu samninginn í dag.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, handsöluðu samninginn í dag.
Alls hefur 20 heimilislausum í Reykjavík verið tryggt húsnæði, þjónusta og félagslegur stuðningur samkvæmt samningi félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun leggja til 28,5 milljónir króna á hverju ári næstu þrjú árin, samtals 85,6 milljónir króna, til verkefnisins samkvæmt samningi sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í Reykjavík hafa undirritað.

Samkvæmt upplýsingum frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu tryggir samningurinn þeim sem glímt hafa við áfengis- og vímuefnaneyslu, eru hættir neyslu en eiga við margháttaða félagslega erfiðleika að stríða, aðstoð við að aðlagast samfélaginu á ný. Þjónustan felur í sér húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu þannig að íbúar geti í framhaldinu búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án vímugjafa. SÁÁ útvegar húsnæði, annast rekstur þess og veitir umræddum hópi þá þjónustu sem hér um ræðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×