Lífið

Ciesielski segir sig úr Framsókn

Segir ekki hægt að breyta Framsóknarflokknum og stefnir nú á sér-framboð.
Segir ekki hægt að breyta Framsóknarflokknum og stefnir nú á sér-framboð.

„Nei, þeir vilja ekki setja mig á lista. Þannig að ég fór í Framsóknarflokkinn til að segja mig úr honum aftur. Þeir skilja ekki út á hvað þetta gengur,“ segir Sævar Ciesielski.

Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að Sævar stefndi ótrauður á 1. sæti á lista framsóknarmanna á Suðurlandi. Enda á Sævar rætur að rekja þangað.

En eitthvert bix er með lögheimili og sá framkvæmdastjórn flokksins öll tormerki á að Sævar gæti tekið sæti á lista flokksins þar. En bauð honum þess í stað sæti aftarlega á lista í Reykjavík. Sævar hins vegar telur nú réttu stundina upp runna til að hafa áhrif og breyta samfélaginu. Hann segist eiga vísan stuðning meðal námsmanna í Háskólanum enda lætur hann sig málefni þeirra nokkru varða.

Og Sævar er nýlega kominn frá Eyjum þar sem honum var gríðarlega vel tekið þrátt fyrir að Eyjar séu íhaldsbæli að sögn Sævars. „Elliði Vignisson bæjarstjóri er afbragðsmaður. Ég átti fund með bæjarstjórninni sem var útvarpað. Og við ræddum meðal annars aflaheimildir og loðnu sem skiptir plássið gríðarlega miklu máli.“

Virðist nokkuð brátt um kandídata í kosningar á vegum Framsóknarflokksins. Áður hafði Þráinn Bertelsson gefið á sér kost en dró sig til baka. Sævar er þó ekki af baki dottinn. Hann segist hafa stofnað árið 1995 félag: Samtök um réttlæti. Og undirbýr nú sérframboð undir fána þeirra samtaka. „Allt klárt og stimplað. Það verður að standa vörð um þá sem minnst mega sín í samfélaginu.“- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.