Innlent

Sjávarútvegsráðherra vill svör frá fyrrum stjórnendum Glitnis

Fyrrverandi stjórnendur Glitnis brutu mögulega lög þegar þeir settu kvótaveð sem tryggingu gegn erlendu láni. Þetta er mat sjávarútvegsráðherra.

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur skilanefnd Glitnis komist að samkomulagi við Seðlabanka Lúxemborgar um að veita íslenskum útgerðarfyrirtækjum fimm ár til að endurfjármagna skuldabréf sem lentu í höndum bankans við hrun Glitnis. Bréfin eru með veði í kvóta nokkurra stærstu útgerða landsins.

Jón Bjarnason, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, segir að veðsetningin sem slík sé ólögleg og bendir á að kvóti geti aldrei lent í höndum útlendinga. Ráðherra telur rétt að kalla eftir skýringu frá fyrrum stjórnendum Glitnis. Skuldabréfin verða seld hæstbjóðanda eftir fimm ár takist ekki að endurfjármagna bréfin. Þeir sem eignast bréfin gætu mögulega nýtt sér þau til að keyra útvegsfyrirtæki í þrot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×