Innlent

Hótaði manni lífláti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ofbeldisseggurinn hótaði manninum lífláti.
Ofbeldisseggurinn hótaði manninum lífláti.
Ofbeldisseggur gerði tilraun til þess að ræna mann í kvöld við bókabúð Máls og menningar í miðborg Reykjavíkur. Ofbeldisseggurinn steytti hnefa og hótaði þolandanum lífláti og líkamsmeiðingum ef hann léti ekki af hendi veski.

Sá sem varð fyrir hótununum flúði inn í verslunina með ofbeldissegginn á hælum sér. Hinn síðarnefndi fór svo aftur út úr versluninni og hrinti niður póstkortastandi í leiðinni. Þolandinn hafði samband við lögregluna og fór með þeim bíltúr um miðbæinn til að leita að ofbeldisseggnum. Hann fannst og var handtekinn.

Þá brutust tveir menn í íbúðarhúsnæði í Akrahverfi í Garðabæ í kvöld. Stúlka sem býr í húsinu stóð mennina að verki og þegar að hún hrópaði á átt að þeim henti annar maðurinn tölvu sem hann hafði gripið í átt til hennar. Mennirnir komust undan en ekki er vitað hvort þeir hafi náð einhverjum munum með sér úr innbrotinu.

Ekið í veg fyrir bifhjólamann á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði í kvöld. Grunur leikur á að bifhjólamaðurinn hafi fótbrotnað í árekstrinum.

Þá var ökumaður bifhjóls stöðvaður á Sæbraut í Reykjavík fyrir of hraðan akstur um níuleytið í kvöld. Hann hafði mælst á 125 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuleyfi á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×