Þingmannalaus Borgarahreyfing fær tugi milljóna Magnús Már Guðmundsson skrifar 21. september 2009 15:38 Þrír af þeim fjóru þingmönnum sem Borgarahreyfingin hlaut í kosningunum í vor stofnuðu nýjan flokk fyrir helgi. Mynd/Vilhelm Borgarahreyfingin mun að öllum líkindum fá á þriðja tug milljóna á ári hverju út kjörtímabilið í opinber fjárframlög þrátt fyrir að vera án þingmanna. Formaður flokksins segir að peningarnir muni koma að góðum notum. Þeir stjórnmálaflokkar sem fengu að minnsta kosti einn þingmann eða meira en 2,5% atkvæða í síðustu þingkosningum fá úthlutað árlega fé úr ríkissjóði. Fjárhæðinni er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn en í fjárlögum þessa árs er heildarupphæðin sem rennur til stjórnmálaflokkana 371,5 milljónir króna. Borgarhreyfingin hlaut 7,22% atkvæða í þingkosningunum 25. apríl síðastliðnum sem tryggir flokknum tæplega 27 milljónir króna á ári haldist heildarupphæð fjárframlaga til stjórnmálaflokka óbreytt. „Það er liggur ljóst fyrir að Borgarahreyfingin lagði í kostnað við að koma þessum þingmönnum á þing og það er klárt að þessir fjármunir munu renna til hreyfingarinnar," segir Valgeir Skagfjörð, formaður Borgarahreyfingarinnar. Hann á von á því Alþingi dragi úr fjárframlögum til stjórnmálaflokka á næstunni vegna stöðu efnahagsmála. Engu að síður segir Valgeir að peningarnir muni koma að góðum notum. „Við erum með grasrótarstarf og stjórnmálastarf og það er ljóst að það koma aðrar kosningar. Við munum nýta þessa fjármuni til að reka hreyfinguna og gera hana öfluga." Hreyfingin fær einnig opinbert fé Borgarahreyfingin fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum í vor en þeir hafa nú allir sagt skilið við flokkinn. Fyrir helgi tilkynntu þrír þeirra um stofnun nýs flokks sem fékk nafnið Hreyfingin. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi ekki áhrif á fjárframlag til þingflokks þingmannanna. Fjárframlög úr ríkissjóði renna annars vegar til stjórnmálaflokka og hins vegar þingflokka. Verði nýir þingflokkar til, eins og Hreyfingin, fá þeir úthlutað upphæðum úr ríkissjóði í samræmi við fjölda þingmanna. Upphæðin er þó mun minni en sú sem rennur beint til stjórnmálaflokkanna. Hún er 65 milljónir samkvæmt fjárlögum 2009 og skiptist á milli þingflokka eftir ákveðnum reglum. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Borgarahreyfingin mun að öllum líkindum fá á þriðja tug milljóna á ári hverju út kjörtímabilið í opinber fjárframlög þrátt fyrir að vera án þingmanna. Formaður flokksins segir að peningarnir muni koma að góðum notum. Þeir stjórnmálaflokkar sem fengu að minnsta kosti einn þingmann eða meira en 2,5% atkvæða í síðustu þingkosningum fá úthlutað árlega fé úr ríkissjóði. Fjárhæðinni er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn en í fjárlögum þessa árs er heildarupphæðin sem rennur til stjórnmálaflokkana 371,5 milljónir króna. Borgarhreyfingin hlaut 7,22% atkvæða í þingkosningunum 25. apríl síðastliðnum sem tryggir flokknum tæplega 27 milljónir króna á ári haldist heildarupphæð fjárframlaga til stjórnmálaflokka óbreytt. „Það er liggur ljóst fyrir að Borgarahreyfingin lagði í kostnað við að koma þessum þingmönnum á þing og það er klárt að þessir fjármunir munu renna til hreyfingarinnar," segir Valgeir Skagfjörð, formaður Borgarahreyfingarinnar. Hann á von á því Alþingi dragi úr fjárframlögum til stjórnmálaflokka á næstunni vegna stöðu efnahagsmála. Engu að síður segir Valgeir að peningarnir muni koma að góðum notum. „Við erum með grasrótarstarf og stjórnmálastarf og það er ljóst að það koma aðrar kosningar. Við munum nýta þessa fjármuni til að reka hreyfinguna og gera hana öfluga." Hreyfingin fær einnig opinbert fé Borgarahreyfingin fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum í vor en þeir hafa nú allir sagt skilið við flokkinn. Fyrir helgi tilkynntu þrír þeirra um stofnun nýs flokks sem fékk nafnið Hreyfingin. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi ekki áhrif á fjárframlag til þingflokks þingmannanna. Fjárframlög úr ríkissjóði renna annars vegar til stjórnmálaflokka og hins vegar þingflokka. Verði nýir þingflokkar til, eins og Hreyfingin, fá þeir úthlutað upphæðum úr ríkissjóði í samræmi við fjölda þingmanna. Upphæðin er þó mun minni en sú sem rennur beint til stjórnmálaflokkanna. Hún er 65 milljónir samkvæmt fjárlögum 2009 og skiptist á milli þingflokka eftir ákveðnum reglum.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira