Enski boltinn

Tottenham sagt í viðræðum við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Keane, leikmaður Liverpool.
Robbie Keane, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Fregnir á Englandi herma að Tottenham eigi í viðræðum við Liverpool um kaup á sóknarmanninum Robbie Keane.

Keane var ekki í leikmannahópi Liverpool sem lagði Chelsea, 2-0, í dag.

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, þótti hikandi þegar hann var spurður hvort hann teldi líklegt að Keane yrði áfram hjá félaginu. „Ég held það," var svarið hans.

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti á morgun og þarf því að hafa hraðar hendur ef af félagaskiptunum á að verða.

Ýmist hefur verið talið að Liverpool vilji fá megnið af þeim 20,3 milljónum punda sem félagið greiddi fyrir hann í sumar eða þá að Aaron Lennon fari til Liverpool sem hluti af kaupverði Keane.

Sky Sports heldur því fram að félögin eigi nú í viðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×