Lífið

Auddi og Störe á leiðinni til Lissabon að keppa í póker

Félagarnir Auðunn Blöndal og Egill Einarsson betur þekktur sem Störe voru gestir kvöldsins í þættinum í Ísland í dag. Þeir eru á leiðinni í landsliðsferð til Lissabon í Portúgal til að keppa í póker.

„Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið, og sem fyrirliði íslenska landsliðsins sé ég að sjálfsögðu um markmiðasetninguna. Markmiðið er einfalt, á lokaborðinu sem rúmar 9 manns verða LÁGMARK 7 íslendingar. Raunhæft og krefjandi markmið. Ég mun taka hvern einasta leikmann á eintal í flugvélinni á leiðinni út og ef ég sé það á einhverjum að hann trúir ekki á verkefnið þá mun ég henda honum út um gluggann á flugvélinni. Eða setja hausinn á honum í salernið og sturta niður. Jújú gagnrýnið aðferðir mínar, en ég næ árangri, það er það sem skiptir máli," segir Egill á bloggsíðu sinni um fyrirhugaða ferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.