Forstjóri skammar atvinnurekendur fyrir gagnrýnisleysi 1. september 2009 04:30 Hermann Guðmundsson Hagsmunasamtök atvinnurekenda ættu að gagnrýna atvinnulífið sjálft þegar svo ber undir, til dæmis þegar fyrirtæki verða uppvís að því að fara ekki að lögum. Stjórnvöld hafa í nógu að snúast og atvinnurekendur ættu að leika lykilhlutverk í endurreisn atvinnulífsins. Samfélagsleg sjónarmið eiga að hafa meira vægi nú en áður í rekstri fyrirtækja og það er „ekki heill hljómur“ í því þegar samtök atvinnurekenda gagnrýna stjórnvöld en þegja um það sem miður fer í eigin röðum. Þetta segir forstjóri N1, Hermann Guðmundsson, í pistli á Pressunni.is í gær. Hann spyr: „Hvernig má það til dæmis vera að engar stofnanir atvinnurekenda risu upp eftir að Hæstaréttardómur var fallinn um olíusamráðsmálið og fordæmdu slík vinnubrögð?“ Hermann spyr einnig um skort á gagnrýni á ofurlaunagreiðslur, og hví það sé látið viðgangast að „þúsundir fyrirtækja“ skili ekki ársreikningum. Slík hegðun ætti að þýða að yfirvöld leystu fyrirtækin upp. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist eiga bágt með að svara fyrir gagnrýnisleysi í olíusamráðsmálinu, enda hafi hann ekki starfað hjá SA á þeim tíma. „En í grundvallaratriðum er SA samtök fyrirtækja sem hafa það hlutverk að vinna fyrir hagsmuni fyrirtækjanna og tryggja að leikreglur atvinnulífsins séu til þess fallnar að auka samkeppnishæfni þess sem mest,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort það flokkist ekki undir hagsmuni fyrirtækja að farið sé að lögum, segir Vilhjálmur: „Við vinnum mjög ötullega í því þessa dagana, til dæmis við að koma í veg fyrir að hér þrífist neðanjarðarstarfsemi. Auðvitað verða allir að fara að sömu leikreglum, það er undirstöðuatriði heilbrigðs atvinnulífs. Og það á við um samkeppnislöggjöfina eins og öll önnur lög,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar sé það ekki hlutverk SA að skamma félaga sína. „Þeir verða að vera ábyrgir fyrir sínum gerðum, hvort sem það eru launasamningar við stjórnendur eða að fara eftir lögum og reglum,“ segir hann. Um skil á ársreikningum tekur Vilhjálmur undir með Hermanni að þeim eigi að skila á réttum tíma: „Ég reikna með að í langflestum tilfellum þar sem það er ekki gert séu fyrirtækin ekki virk. En fyrirtæki í fullum rekstri eiga að skila reikningum, það liggur algjörlega fyrir.“ Spurður hvort hann telji að harðar eigi að taka á slíkum vanskilum segist Vilhjálmur hafa staðið í þeirri meiningu að hart væri gengið eftir því nú þegar. Hann bendir á að „ársreikningaskrá hangir hjá Ríkisskattstjóra og það eru því hæg heimatökin að bæta eftirlitið ef þess þarf“. klemens@frettabladid.is Vilhjálmur Egilsson Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Hagsmunasamtök atvinnurekenda ættu að gagnrýna atvinnulífið sjálft þegar svo ber undir, til dæmis þegar fyrirtæki verða uppvís að því að fara ekki að lögum. Stjórnvöld hafa í nógu að snúast og atvinnurekendur ættu að leika lykilhlutverk í endurreisn atvinnulífsins. Samfélagsleg sjónarmið eiga að hafa meira vægi nú en áður í rekstri fyrirtækja og það er „ekki heill hljómur“ í því þegar samtök atvinnurekenda gagnrýna stjórnvöld en þegja um það sem miður fer í eigin röðum. Þetta segir forstjóri N1, Hermann Guðmundsson, í pistli á Pressunni.is í gær. Hann spyr: „Hvernig má það til dæmis vera að engar stofnanir atvinnurekenda risu upp eftir að Hæstaréttardómur var fallinn um olíusamráðsmálið og fordæmdu slík vinnubrögð?“ Hermann spyr einnig um skort á gagnrýni á ofurlaunagreiðslur, og hví það sé látið viðgangast að „þúsundir fyrirtækja“ skili ekki ársreikningum. Slík hegðun ætti að þýða að yfirvöld leystu fyrirtækin upp. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist eiga bágt með að svara fyrir gagnrýnisleysi í olíusamráðsmálinu, enda hafi hann ekki starfað hjá SA á þeim tíma. „En í grundvallaratriðum er SA samtök fyrirtækja sem hafa það hlutverk að vinna fyrir hagsmuni fyrirtækjanna og tryggja að leikreglur atvinnulífsins séu til þess fallnar að auka samkeppnishæfni þess sem mest,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort það flokkist ekki undir hagsmuni fyrirtækja að farið sé að lögum, segir Vilhjálmur: „Við vinnum mjög ötullega í því þessa dagana, til dæmis við að koma í veg fyrir að hér þrífist neðanjarðarstarfsemi. Auðvitað verða allir að fara að sömu leikreglum, það er undirstöðuatriði heilbrigðs atvinnulífs. Og það á við um samkeppnislöggjöfina eins og öll önnur lög,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar sé það ekki hlutverk SA að skamma félaga sína. „Þeir verða að vera ábyrgir fyrir sínum gerðum, hvort sem það eru launasamningar við stjórnendur eða að fara eftir lögum og reglum,“ segir hann. Um skil á ársreikningum tekur Vilhjálmur undir með Hermanni að þeim eigi að skila á réttum tíma: „Ég reikna með að í langflestum tilfellum þar sem það er ekki gert séu fyrirtækin ekki virk. En fyrirtæki í fullum rekstri eiga að skila reikningum, það liggur algjörlega fyrir.“ Spurður hvort hann telji að harðar eigi að taka á slíkum vanskilum segist Vilhjálmur hafa staðið í þeirri meiningu að hart væri gengið eftir því nú þegar. Hann bendir á að „ársreikningaskrá hangir hjá Ríkisskattstjóra og það eru því hæg heimatökin að bæta eftirlitið ef þess þarf“. klemens@frettabladid.is Vilhjálmur Egilsson
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira