Innlent

Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu í Papeyjarmálinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málið var þingfest fyrr í vikunni. Mynd/ GVA.
Málið var þingfest fyrr í vikunni. Mynd/ GVA.

Héraðsdómur hafnaði í morgun frávísunarkröfu hins hollenska Peters Rabe í svokölluðu Papeyjarmáli. Peter er ásamt fimm íslenskum karlmönnum ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmum 100 kílóum af amfetamíni, kannabisefnum og alsælutöflum til landsins í aprílmánuði. Við þingfestingu krafðist lögmaður hans frávísunar í málinu á þeirri forsendu að íslenskur dómstóll hefði ekki lögsögu í því. Dómurinn féllst ekki á þau rök. Málið verður því tekið til aðalmeðferðar strax eftir helgi.


Tengdar fréttir

Búið að gefa út ákæru í Papeyjarsmygli

Ákæra var gefin út í dag á hendur sex mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða síðan í apríl. Hollendingurinn Peter Rabe, sem sigldi skútunni til Íslands, er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn og fjármagna. Þáttur hinna fimm mun vera minni.

Réttað yfir meintum höfuðpaur í Papeyjarsmygli utan Íslands?

Hollendingurinn sem talinn er höfuðpaurinn í Papeyjarmálinu svokallaða gæti sloppið við réttarhald hér á landi verði frávísunarkrafa í máli hans samþykkt í Hæstarétti. Sleppi hann við réttarhald verður að öllum líkindum réttað yfir honum í Hollandi eða Belgíu.

Papeyjarsmyglið: Meintur höfuðpaur neitar sök

Hollendingurinn Peter Rabe, meintur höfuðpaur í svokölluðu Papeyjarmáli, neitaði sök í málinu við þingfestingu þess í morgun. Tveir aðrir sakborningar, þeir Rúnar Þór og Árni Hrafn neita einnig sök.

Aðalsakborningur krefst frávísunar í Papeyjarmáli

Aðalmeðferð í máli gegn sexmenningunum í svokölluðu Papeyjarmáli, sem fram átti að fara í dag, var frestað. Lögmaður Peters Rabe, meints höfuðpaurs í málinu, lagði fram frávísunarkröfu vegna málsmeðferðar um klukkutíma áður en aðalmeðferðin átti að hefjast í morgun. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafan verði tekin fyrir á morgun.

Ákæran í Papeyjarsmygli: Peter Rabe höfuðpaur

Ákæra á hendur sex mönnum sem handteknir voru fyrir að smygla 109 kílóum af eiturlyfjum til landsins í apríl, verður þingfest í fyrramálið. Hollendingurinn Peter Rabe er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×