Innlent

Jóhanna á forsíðu Wikipedia

Jóhanna Sigurðardóttir þykir merkilegri á Wikipedia heldur en bensínsprenging í Kenía.
Jóhanna Sigurðardóttir þykir merkilegri á Wikipedia heldur en bensínsprenging í Kenía.

Forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, er á forsíðu rafræna alfræðisafnsins Wikipedia.org. Hún er undir liðnum fréttir á vefnum og trónir þar á toppnum ásamt úrslitum Superbowl keppninnar sem var haldin síðustu nótt.

Í fréttinni er sérstaklega tekið fram að Jóhanna sé fyrsti samkynhneygði forsætisráðherra veraldar og fylgir mynd af henni með fréttinni á forsíðunni.

Fréttin um Jóhönnu þykir merkilegri á vefnum heldur en til að mynda nýlegar fregnir af árásum Ísraelmanna á Palestínumenn á Gaza-svæðinu og bensínsprenginu sem varð í Kenía á dögunum.

Hér má sjá forsíðu Wikipedia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×