Innlent

Listamaður vill á lista VG

Árni Björn málar mynd.
Árni Björn málar mynd.

Árni Björn Guðjónsson býður sig fram á lista VG í Reykjavik suður eða norður í kosningunum 25 april2009. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Árna í kvöld.

Árni er fæddur 6.april 1939.Árni lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavik 1962.Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavik á árunum 1957 til 1962.

Eftirfarandi kennarar voru þá við skólann með mismunandi námskeið:Ásmundur Sveinsson,Veturliði Gunnarsson,Hringur Jóhannsson, Hafsteinn Austmann og Ragnar Kjartansson og fleiri. Einnig hefur Árni sótt tíma hjá listakonunni Veru Sörensen.

Árni stundaði nám í Tækniskóla Íslands 1967-1970.Árni hefur sótt ýmis námskeið á vegum Samtaka Iðnaðarins.

Árni var með málverkasýningu í bænum Yecla á Spáni i april og maí í 2006.

Hann hefur verið með sýningar á ýmsum stöðum,svo sem Galileo veitingahús,Hlíðarenda á Hvolsvelli,Hótel Geysir Haukadal,Garðabergi Garðabæ, Feng Shui Klapparstíg ,Bistro Bar,í andyri Sundlaugarinnar í laugardal og Sjómynjasafninu í Reykjavík, í Eden Hveragerði ágúst 2006.

Í Vörðinni Sandgerði des.2007.Versluninni Sjónarhól Hafnarfirði febr. 2008.Eden Hveragerði í ágúst 2008.

Árni er með meistarabréf í húsgagnasmíði og rak innréttingaverkstæði um árabil og húsgagnaverslun.Árni málar mest landslagsmyndir í olíu og teikningar með kol og acryl.Árni var í framboði fyrir Kristilega Lýðræðisflokkinn 1995 og 1999 í Reykjavik.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.