Bankar mótmæla réttarbót 24. ágúst 2009 06:00 Lilja Mósesdóttir. mynd/Pjetur Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira