Bankar mótmæla réttarbót 24. ágúst 2009 06:00 Lilja Mósesdóttir. mynd/Pjetur Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira