Bankar mótmæla réttarbót 24. ágúst 2009 06:00 Lilja Mósesdóttir. mynd/Pjetur Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira