Hannes Hólmsteinn: Steingrímur á að biðjast afsökunar Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2009 09:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. „Ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það þeir sem gerðu Icesave samningana," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður hvort að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna þeirra byrðar sem á hana fellur vegna Icesave reikninga bankans. Að mati Hannesar klúðraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Icesave málinu.Ekki hugmyndafræðingur hrunsins Hannes var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 2 í morgun. Aðspurður sagðist hann ekki vera einn af hugmyndafræðingum bankahrunsins. Hannes kvaðst gangast við því að að vera einn af hugmyndafræðingum þeirra breytinga sem urðu á Íslandi 1991 til 2004 en eftir það hafi sigið á ógæfuhliðina. Valdajafnvægið hafi breyst og auðjöfrar hafi orðið alráðir með blessun forseta Íslands. Davíð Oddsson lét af embætti forsætisráðherra árið 2004.Þjóðin missti taumhaldið Hannes sagði að þjóðin hafi misst taumhaldið og auðjöfrar sem hafi átt fjölmiðla og forsetaembættið hafi ekki búið við neitt aðhald. „Öll þjóðin, að undantekningu Davíð Oddssyni, tók þátt í þessu. Ég tók meira að segja þátt í þessu." Hannes gaf lítið fyrir að forystumenn fjármálafyrirtækja biðjist afsökunar. „Þessir eilífu útvarps- og sjónvarpsþættir þar sem einhver aðgangsharður fréttamaður, sem ætlar að brillera í kaffinu á eftir, er að reyna að krefjast afsökunarbeiðni frá einhverjum þjónar litlum tilgangi. Það sem við þurfum að gera er að vita hvar mistökin voru gerð." Að mati prófessorsins eru þrjár ástæður fyrir bankahruninu. Kerfisgalli í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, fautaskapur Breta og í þriðja lagi glannaskapur íslenskra bankamanna. Steingrímur biðjist afsökunar Spurður hvort að Kjartan Gunnarsson eigi að biðjast afsökunar fyrir aðkomu sína að Icesave reikningum Landsbankans eins og fjármálaráðherra hefur talað fyrir svaraði Hannes: „Mér finnst að fjármálaráðherra eigi að biðjast afsökunar á því að hann setur alveg gersamlega óhæfa samningamenn, þá Indriða Þorláksson og Svavar Gestsson, í samninganefnd fyrir okkur sem láta ekki einu sinni reyna á það fyrir dómstólum hvort að við erum skuldbundin til að greiða skuldir sem eins og Davíð sagði óreiðumenn hafa stofnað til." Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
„Ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það þeir sem gerðu Icesave samningana," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður hvort að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna þeirra byrðar sem á hana fellur vegna Icesave reikninga bankans. Að mati Hannesar klúðraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Icesave málinu.Ekki hugmyndafræðingur hrunsins Hannes var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 2 í morgun. Aðspurður sagðist hann ekki vera einn af hugmyndafræðingum bankahrunsins. Hannes kvaðst gangast við því að að vera einn af hugmyndafræðingum þeirra breytinga sem urðu á Íslandi 1991 til 2004 en eftir það hafi sigið á ógæfuhliðina. Valdajafnvægið hafi breyst og auðjöfrar hafi orðið alráðir með blessun forseta Íslands. Davíð Oddsson lét af embætti forsætisráðherra árið 2004.Þjóðin missti taumhaldið Hannes sagði að þjóðin hafi misst taumhaldið og auðjöfrar sem hafi átt fjölmiðla og forsetaembættið hafi ekki búið við neitt aðhald. „Öll þjóðin, að undantekningu Davíð Oddssyni, tók þátt í þessu. Ég tók meira að segja þátt í þessu." Hannes gaf lítið fyrir að forystumenn fjármálafyrirtækja biðjist afsökunar. „Þessir eilífu útvarps- og sjónvarpsþættir þar sem einhver aðgangsharður fréttamaður, sem ætlar að brillera í kaffinu á eftir, er að reyna að krefjast afsökunarbeiðni frá einhverjum þjónar litlum tilgangi. Það sem við þurfum að gera er að vita hvar mistökin voru gerð." Að mati prófessorsins eru þrjár ástæður fyrir bankahruninu. Kerfisgalli í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, fautaskapur Breta og í þriðja lagi glannaskapur íslenskra bankamanna. Steingrímur biðjist afsökunar Spurður hvort að Kjartan Gunnarsson eigi að biðjast afsökunar fyrir aðkomu sína að Icesave reikningum Landsbankans eins og fjármálaráðherra hefur talað fyrir svaraði Hannes: „Mér finnst að fjármálaráðherra eigi að biðjast afsökunar á því að hann setur alveg gersamlega óhæfa samningamenn, þá Indriða Þorláksson og Svavar Gestsson, í samninganefnd fyrir okkur sem láta ekki einu sinni reyna á það fyrir dómstólum hvort að við erum skuldbundin til að greiða skuldir sem eins og Davíð sagði óreiðumenn hafa stofnað til."
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira