Lögregla hefur sleppt úr haldi mótmælendum í samtökunum Saving Iceland sem hlekkjuðu sig við vinnuvélar á framkvæmdasvæði álversins í Helguvík.
12 manns tóku þátt í mótmælunum en helmingur þeirra hlýddi fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Hinir sex voru handteknir og færðir á lögreglustöð til upplýsingatöku.
Að því loknu er fólkið laust úr haldi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.