Erlent

Talibanar ábyrgir fyrir árás í New York

Baitullah Meshud mótmælt. Mynd/ AFP.
Baitullah Meshud mótmælt. Mynd/ AFP.
Talíbanar í Pakistan hafa lýst á hendur sér morðárás á þjónustumiðstöð innflytjenda í bænum Binghamton í New York ríki í Bandaríkjunum í gær.

Maður vopnaður tveimur skammbyssum réðst inn í bygginguna og skaut á viðstadda. Hann myrti þrettán og særði ríflega tuttugu áður en hann svipti sig lífi. Að sögn New York Times var morðinginn innflytjandi frá Víetnam. Í símaviðtali við Reuters fréttastofuna í morgun sagði Baitullah Mehsud, leiðtogi Talíbana í Pakistans, að hann hefði fyrirskipað morðárásina til að hefna fyrir loftárásir Bandaríkjahers á landamærahéruð í Pakistan. Þar er talið að Talíbanar hafist við. Ein slík loftárás var gerð snemma í morgun og féllu þrettán í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×