Innlent

Kannabisræktun í Hafnarfirði upprætt

Lögreglan hefur lagt hald á þúsundir plantna að undanförnu.
Lögreglan hefur lagt hald á þúsundir plantna að undanförnu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði í dag. Við húsleit á staðnum fundust um 300 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Talið er að þarna hafi staðið yfir ræktun í einhvern tíma.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að tveir karlar voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Sá eldri er um fertugt en hinn er nokkru yngri. Stór hluti hússins í Hafnarfirði, þar sem kannabisræktunin fannst, var undirlagður af þessari starfsemi.

Lögreglan hefur upprætt fjölmargar kannabisræktunarstöðvar á undanförnum dögum og hafa lögreglumenn lagt hald á þúsundir plantna. Lögreglan telur að skortur á gjaldeyri sé eitt af því sem skýri aukna kannabisræktun en erfiðara er að nálgast fíkniefni að utan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×