Rauði kross Íslands fordæmir árásir Ísraela 16. janúar 2009 15:56 MYND/AP Rauði kross Íslands fordæmir árásir á sjúkrahús og vöruhús Rauða hálfmánans í Gaza í gær sem og ítrekuðum árásum á óbreytta borgara og segir þær stríða gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öllum siðrænum gildum í mannlegu samfélagi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rauða krossi Íslands. „Byggingar Rauða hálfmánans skemmdust illa í árásunum. Þetta gerir starfmönnum og sjálfboðaliðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans enn erfiðara fyrir að halda úti lífsnauðsynlegu hjálparstarfi," segir Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands. Þá segir að þúsundir manna sem þurfa nauðsynlega á læknisaðstoð að halda fái enga hjálp því öll sjúkrahús eru yfirfull og hjálparstarfsmenn hafa lítinn aðgang að svæðum þar sem fjöldi sjúkra og særða hafast við. Sjúkrahúsið varð illa úti „Flytja þurfti um 500 sjúklinga Al Quds sjúkrahússins, sem rekið er af palestínska Rauða hálfmánanum, á jarðhæð þar sem þeir hafast nú við fullir örvæntingar og hræðslu. Efri hæðir sjúkrahússins urðu illa úti í árásinni, og eldur kviknaði í annarri hæð byggingarinnar," segir einnig í yfirlýsingunni. „Hjálparstarfsmenn Rauða hálfmánans og Rauða krossins vinna hér þrekvirki á hverjum degi við lífshættulegar aðstæður," segir Pálína Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins, sem er nú stödd í Gaza. Pálína vinnur að því að samhæfa neyðaraðgerðir Alþjóða Rauða krossins á sjúkrahúsum í Gaza og á Vesturbakkanum. Skelfilegar afleiðingar Rauði krossinn lýsti því yfir í gær að árásir Ísraelshers hafi skelfilegar afleiðingar fyrir almenning í Gaza. Matvæli og lyfjabirgðir hafi orðið eldi að bráð í vöruhúsum Rauða hálfmánans og Sameinuðu þjóðanna, og óbreyttir borgarar sem flýji heimili sín matarlausir og örvinglaðir eigi ekki í nein hús að venda. „Ástandið í Palestínu var skelfilegt fyrir. Maður getur hreinlega ekki ímyndað sér hvernig fólk fer að við þessar aðstæður þar sem skólar, sjúkrahús og byggingar Rauða hálfmánans og Sameinuðu þjóðanna verða fyrir árásum," segir Anna, en hún og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauð kross Íslands ferðuðust um Palestínu síðastliðið sumar til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða hálfmánans og Rauða kross Íslands og Danmerkur í sálrænum stuðningi á átakasvæðunum. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Rauði kross Íslands fordæmir árásir á sjúkrahús og vöruhús Rauða hálfmánans í Gaza í gær sem og ítrekuðum árásum á óbreytta borgara og segir þær stríða gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öllum siðrænum gildum í mannlegu samfélagi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rauða krossi Íslands. „Byggingar Rauða hálfmánans skemmdust illa í árásunum. Þetta gerir starfmönnum og sjálfboðaliðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans enn erfiðara fyrir að halda úti lífsnauðsynlegu hjálparstarfi," segir Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands. Þá segir að þúsundir manna sem þurfa nauðsynlega á læknisaðstoð að halda fái enga hjálp því öll sjúkrahús eru yfirfull og hjálparstarfsmenn hafa lítinn aðgang að svæðum þar sem fjöldi sjúkra og særða hafast við. Sjúkrahúsið varð illa úti „Flytja þurfti um 500 sjúklinga Al Quds sjúkrahússins, sem rekið er af palestínska Rauða hálfmánanum, á jarðhæð þar sem þeir hafast nú við fullir örvæntingar og hræðslu. Efri hæðir sjúkrahússins urðu illa úti í árásinni, og eldur kviknaði í annarri hæð byggingarinnar," segir einnig í yfirlýsingunni. „Hjálparstarfsmenn Rauða hálfmánans og Rauða krossins vinna hér þrekvirki á hverjum degi við lífshættulegar aðstæður," segir Pálína Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins, sem er nú stödd í Gaza. Pálína vinnur að því að samhæfa neyðaraðgerðir Alþjóða Rauða krossins á sjúkrahúsum í Gaza og á Vesturbakkanum. Skelfilegar afleiðingar Rauði krossinn lýsti því yfir í gær að árásir Ísraelshers hafi skelfilegar afleiðingar fyrir almenning í Gaza. Matvæli og lyfjabirgðir hafi orðið eldi að bráð í vöruhúsum Rauða hálfmánans og Sameinuðu þjóðanna, og óbreyttir borgarar sem flýji heimili sín matarlausir og örvinglaðir eigi ekki í nein hús að venda. „Ástandið í Palestínu var skelfilegt fyrir. Maður getur hreinlega ekki ímyndað sér hvernig fólk fer að við þessar aðstæður þar sem skólar, sjúkrahús og byggingar Rauða hálfmánans og Sameinuðu þjóðanna verða fyrir árásum," segir Anna, en hún og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauð kross Íslands ferðuðust um Palestínu síðastliðið sumar til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða hálfmánans og Rauða kross Íslands og Danmerkur í sálrænum stuðningi á átakasvæðunum.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira