Seðlabankinn skýri misvísandi ummæli Brjánn Jónasson skrifar 16. janúar 2009 06:30 Á nefndarfundi. Davíð Oddsson sagðist hafa varað stjórnvöld við hruni bankanna. Núll prósent líkur væru á að bankarnir lifðu af. Vísir/GVA Orð tveggja af þremur seðlabankastjórum um mat bankans á stöðu viðskiptabankanna á síðasta ári virðast stangast á, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis og varaformaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst Davíð Oddsson skulda þjóðinni frekari skýringar,“ segir Ágúst Ólafur. Vitnað hefur verið í orð Davíðs Oddssonar, aðalbankastjóra Seðlabankans, á lokuðum fundi viðskiptanefndar Alþingis 4. desember. Þingmenn sem sátu fundinn hafa fullyrt að þar hafi Davíð sagt að hann hafi varað ráðherra við því í júní 2008 að viðskiptabankarnir myndu óhjákvæmilega falla. Sagt er að Davíð hafi orðað það þannig að núll prósent líkur væru á því að viðskiptabankarnir lifðu af erfiðleika á fjármálamarkaði. Það hafa þó hvorki Geir H. Haarde forsætisráðherra né Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra viljað kannast við. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri sagði í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær að Seðlabankinn hefði aukið veðlán til fjármálastofnana á síðasta ári þar sem haldið hafi verið í vonina um að kerfið myndi standast þann ólgusjó sem á því dundi. „Við töldum ekki fullvíst á þeim tíma að þetta myndi tapast. Síður en svo,“ hefur Morgunblaðið eftir Eiríki. Þetta vekur óneitanlega spurningar um fyrri ummæli aðalbankastjóra Seðlabankans, segir Ágúst Ólafur. Hann skuldi þjóðinni skýringar á þessum misvísandi fréttum úr Seðlabankanum. Enginn af bankastjórum Seðlabankans gaf kost á viðtali vegna málsins í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að oftúlkun sé að segja ummælin misvísandi. Þótt orð bankastjóranna séu ekki nákvæmlega þau sömu endurómi þau sama mat á stöðunni. Í orðum Davíðs á fundi Viðskiptaráðs í nóvember fólst skýr viðvörun um stöðu mála og hvatning til að menn taki sér tak, segir í svari Seðlabankans. Ætla megi að hlutaðeigandi aðilar hafi tekið þessi orð alvarlega. Inn á þessa óvissuþætti hafi verið komið í viðtali Eiríks við Morgunblaðið. Ríkissjóður hefur yfirtekið 345 milljarða króna kröfur Seðlabankans á fjármálafyrirtæki. Reiknað er með að um 220 milljarðar af því séu glatað fé. Þá þarf Seðlabankinn að niðurfæra eigið fé um 75 milljarða vegna lánanna. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Orð tveggja af þremur seðlabankastjórum um mat bankans á stöðu viðskiptabankanna á síðasta ári virðast stangast á, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis og varaformaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst Davíð Oddsson skulda þjóðinni frekari skýringar,“ segir Ágúst Ólafur. Vitnað hefur verið í orð Davíðs Oddssonar, aðalbankastjóra Seðlabankans, á lokuðum fundi viðskiptanefndar Alþingis 4. desember. Þingmenn sem sátu fundinn hafa fullyrt að þar hafi Davíð sagt að hann hafi varað ráðherra við því í júní 2008 að viðskiptabankarnir myndu óhjákvæmilega falla. Sagt er að Davíð hafi orðað það þannig að núll prósent líkur væru á því að viðskiptabankarnir lifðu af erfiðleika á fjármálamarkaði. Það hafa þó hvorki Geir H. Haarde forsætisráðherra né Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra viljað kannast við. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri sagði í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær að Seðlabankinn hefði aukið veðlán til fjármálastofnana á síðasta ári þar sem haldið hafi verið í vonina um að kerfið myndi standast þann ólgusjó sem á því dundi. „Við töldum ekki fullvíst á þeim tíma að þetta myndi tapast. Síður en svo,“ hefur Morgunblaðið eftir Eiríki. Þetta vekur óneitanlega spurningar um fyrri ummæli aðalbankastjóra Seðlabankans, segir Ágúst Ólafur. Hann skuldi þjóðinni skýringar á þessum misvísandi fréttum úr Seðlabankanum. Enginn af bankastjórum Seðlabankans gaf kost á viðtali vegna málsins í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að oftúlkun sé að segja ummælin misvísandi. Þótt orð bankastjóranna séu ekki nákvæmlega þau sömu endurómi þau sama mat á stöðunni. Í orðum Davíðs á fundi Viðskiptaráðs í nóvember fólst skýr viðvörun um stöðu mála og hvatning til að menn taki sér tak, segir í svari Seðlabankans. Ætla megi að hlutaðeigandi aðilar hafi tekið þessi orð alvarlega. Inn á þessa óvissuþætti hafi verið komið í viðtali Eiríks við Morgunblaðið. Ríkissjóður hefur yfirtekið 345 milljarða króna kröfur Seðlabankans á fjármálafyrirtæki. Reiknað er með að um 220 milljarðar af því séu glatað fé. Þá þarf Seðlabankinn að niðurfæra eigið fé um 75 milljarða vegna lánanna.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira